spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIsrael Adesanya mætir Yoel Romero í mars

Israel Adesanya mætir Yoel Romero í mars

Israel Adesanya er kominn með sína fyrstu titilvörn. Adesanya mætir Yoel Romero á UFC 248 í mars.

Israel Adesanya varð millivigtarmeistari með sigri á Robert Whittaker í október. Þar áður var hann bráðabirgðarmeistari en hans fyrsta alvöru titilvörn verður þann 7. mars á UFC 248.

Yoel Romero verður andstæðingurinn en upphaflega vildi UFC fá Paulo Costa gegn Adesanya. Costa er hins vegar meiddur og fær Adesanya því Romero þrátt fyrir að Romero hafi tapað síðasta bardaga.

Yoel Romero hefur lengi verið einn af þeim bestu í millivigtinni en hann hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Romero tapaði fyrir Costa í hnífjöfnum bardaga í ágúst en hefur auk þess tapað í tveimur titilbardögum gegn Whittaker.

UFC 248 fer fram í Las Vegas þann 7. mars en Weili Zhang og Joanna Jedrzejczyk mætast um strávigtarbeltið sama kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular