Thursday, April 18, 2024
HomeErlentIsrael Adesanya og Marvin Vettori launahæstir á UFC 263

Israel Adesanya og Marvin Vettori launahæstir á UFC 263

UFC 263 fór fram fyrr í mánuðinum þar sem Israel Adesanya sigraði Marvin Vettori í aðalbardaga kvöldsins. Þeir voru launahæstir á kvöldinu samkvæmt íþróttasambandi Arizona.

Israel Adesanya fékk 500.000 dollara (61,9 milljón ISK) fyrir sigurinn á Vettori en sá síðarnefndi 350.000 dollara (43,4 millj. ISK). Nate Diaz fékk 250.000 dollara (30,9 millj. ISK) og var sá þriðji launahæsti á kvöldinu. Sennilega hafa Diaz og Adesanya fengið bónus fyrr Pay Per Viewið en bardagamenn fá yfirleitt mestu tekjurnar eftir með slíkum bónusum.

Slíkir bónusar eru ekki gefnir upp af íþróttasambandinu í Arizona og er UFC ekki að deila þeim upplýsingum með almenningi. Fréttir herma að 600.000 Pay Per View hafi selst þetta kvöld. Inn í þessum tekjutölum er heldur ekki tekjur frá styrktaraðilum eða aðrir frammistöðubónusar.

Brandon Moreno, sem sigraði Deiveson Figueiredo um fluguvigtartitilinn, tók 200.000 dollara (24,7 millj. ISK) heim en Figueiredo 210.000. Leon Edwards, sem sigraði Nate Diaz, fékk 110.000 dollara fyrir að mæta og aðra 110.000 (13,6 millj. ISK) fyrir sigurinn. Allar tölur má sjá hjá MMA Fighting hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular