Fyrsta Ríad-kvöld ársins verður haldið í dag og munu aðalbardagar kvöldsins hefjast klukkan 17:00 í dag. Dagskráin er stjörnuprýdd og eru það helst síðustu þrír bardagar kvöldsins sem hafa gripið augu aðdáenda. Israel Adesanya mætir Frakkanum Nassourdine Imavov í aðalbardaga kvöldsins en flestir eru á því máli að hér fái Adesanya uppreisn æri með sigri. Adesanya hefur ekki sigrað bardaga síðan hann rotaði Alex Pereira í apríl 2023. Imavov hefur verið á góðri siglingu en hann tapaði síðast bardaga um það leyti sem Adesanya sótti sinn síðasta sigur.
Spáum í spilin
Coolbet hefur sett stuðlana á @1.65 Adesanya og @2.25 á Imavov. Frakkinn er talinn ólíklegri aðilinn fyrir bardagann samkvæmt veðbönkum og vinsældarkosning Tapology talar sama máli, en þar telja 77% aðdáenda að Adesanya vinni gegn 23% Imavov.
Báðir eru þeir hrikalega góðir kickboxarar og gæti bardaginn auðveldlega þróast á þann veg að þeir standi og skiptist á höggum allar fimm loturnar. Ef við horfum á tölfræðina eina og sér þá stendur Imavov örlítið betur að vígi en líklega ekki svo mikið að tölfræðingar heimsins myndu kalla það significant og munurinn sé svo mikill að hægt sé að útiloka hreina tilviljun.
Adesanya hittir 4 significant strikes per mínútu, 48% tilrauna teljast sem significant strikes og 56% tilrauna andstæðingsins lendir í vörninni hans Adesanya.
Imavov hittir 4,5 significant strikes per mínútu, 55% tilrauna teljast sem significant strikes og 58% tilrauna andstæðingsins lendir í vörninni hans Imavov.
Þar að auki mælist Imavov betur þegar kemur að glímunni. Hann nær fleiri föllum að meðaltali, er með fleiri heppnaðar fellutilraunir og er mun betri að verjast fellum. Imavov kemur hreinlega betur út á nær öllum sviðum þegar við skoðum bardagann frá tölfræðisjónarmiði.
Á hinn bóginn má horfa til þess að Adesanya hefur verið að berjast á mun hærra stigi en Imavov og gæti það útskýrt þennan mun á tölfræðinni.
Þeir eiga það annars sameiginlegt að hafa báðir tapað með einróma dómaraákvörðun gegn Sean Strickland og báðir börðust gegn Jared Cannonier þar sem Imavov tókst að klára bardagann í fjórðu lotu en Adesanya vann með dómaraákvörðun. Imavov fær örlítið stærra prik í kladdann ef að við berum saman frammistöður þeirra gegn sameiginlegum andstæðingum.
Kynslóðaskipti?
Israel Adesanya tók sér tæða árspásu frá búrinu eftir tapið sitt gegn Sean Strickland. Þar einbeitti hann sér að gólfi og pældi lítið í bardögum og samfélagsmiðlum. Hann mætti svo Dricus Du Plessis til að endurheimta beltið sitt en Dricus sigraði bardagann með rear naked choke í fjórðu lotu. Þetta er fyrsti bardaginn hans Adesanya sem er ekki upp á belti síðan hann mætti Anderson Silva árið 2019. Það má lesa þær aðstæður á þann veg að hér sé mjög drottnandi meistari að víkja af velli eftir mjög glæsilegan feril. En hversu hratt verður fráhvarfið ef það er í raun og veru staðan?
Imavov er 28 ára gamall. Hann hefur tapað tveimur bardögum af síðustu tíu innan UFC og hefur þar að auki verið mjög sannfærandi í sínum aðgerðum. Er þetta maðurinn sem markar möguleg kynslóðarskipti í millivigtinni?