spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIsrael Adesanya segist ekki vera með sýkingu

Israel Adesanya segist ekki vera með sýkingu

Israel Adesanya mætir Yoel Romero á laugardaginn. Adesanya segist vera í toppstandi fyrir bardagann og sé ekki með sýkingu.

Á dögunum birtist viðtal við Adesanya þar sem hann leit út fyrir að vera með lítið sár á framhandleggnum. MMA aðdáendur voru fljótir að benda á að þetta gæti verið sýking í handleggnum sem gæti haft áhrif á bardagann. Slíkar sýkingar geta verið hættusamar þar sem sýklalyf geta verið lýjandi og þá gæti íþróttasambandið í Nevada bannað mönnum að keppa ef þeir eru sýktir þó það sé sjaldgæft.

Adesanya þvertók fyrir að hann sé með einhvers konar sýkingu í viðtali við Ariel Helwani í gær. Adesanya segir að þetta sé bara lítil skráma og ekkert til að hafa áhyggjur af. „Þetta er bara eitthvað smávægilegt. Ég hef aldrei fengið sýkingu (e. staph) og mun aldrei fá. Ég hef fengið malaríu átta sinnum en ég veit ekki hvað annað ég hef fengið. Helduru að sýking muni skemma fyrir mér?“ sagði Adesanya á mánudaginn.

Adesanya segist ekki vera á sýklalyfjum og þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af. Adesanya mætir Yoel Romero á UFC 248 á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular