Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentYoel Romero: Niðurskurðurinn er á undan áætlun

Yoel Romero: Niðurskurðurinn er á undan áætlun

Yoel Romero mætir Israel Adesanya á laugardaginn á UFC 248. Romero segist bara eiga um 6 kg eftir í niðurskurðinum.

Yoel Romero hefur átt í erfiðleikum með að ná vigt fyrir sína síðustu tvo titilbardaga. Romero þarf að vera 185 pund (83,9 kg) eða minna á föstudaginn þegar vigtunin fer fram. Í síðustu tveimur titilbardögum sínum hefur Romero verið 185,2 pund og 187,7 pund og gat því ekki unnið titilinn í þeim bardögum.

Núna segist Romero vera á undan áætlun í niðurskurðinum sínum. Í viðtali við Ariel Helwani kveðst Romero vera 198 pund (89,8 kg) – fjórum dögum fyrir vigtunina. Romero segist vanalega vera um 202 pund (91,6 kg) á mánudeginum fyrir bardagann.

UFC 248 fer fram á laugardaginn í Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular