spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJack Hermansson sagður mæta Jared Cannonier í aðalbardaganum í Danmörku

Jack Hermansson sagður mæta Jared Cannonier í aðalbardaganum í Danmörku

Jack Hermansson virðist vera kominn með mótherja í Kaupmannahöfn. Hermansson er sagður mæta Jared Cannonier og verður það að öllum líkindum aðalbardagi kvöldsins.

UFC heimsækir Danmörku í fyrsta sinn í haust. Gunnar Nelson mætir Thiago Alves á bardagakvöldinu eins og greint var frá í síðustu viku en eins og staðan er núna er það eini staðfesti bardagi kvöldsins. Bardagakvöldið fer fram þann 28. september í Royal Arena.

Búist var við að norski Svíinn Jack Hermansson yrði í aðalbardaga kvöldsins. Hermansson er kominn hátt upp í millivigtina og þá sérstaklega eftir sigur á Ronaldo ‘Jacare’ Souza í apríl. Hermansson vonaðist eftir bardaga gegn Kelvin Gastelum í Kaupmannahöfn en Gastelum greindi nýlega frá því að hann yrði ekki tilbúinn fyrr en í nóvember.

Umboðsmaðurinn Malki Kawa greindi frá því dag að Jared Cannonier muni mæta Jack Hermansson í Danmörku í haust. Kawa sagði fyrr í dag að hann ætlaði að byrja að greina frá staðfestum bardögum frá sínum kúnnum á Twitter í stað þess að leka því í blaðamenn.

Það má því reikna með að Hermansson mæti Jared Cannonier í Kaupmannahöfn nú í september. Cannonier hefur unnið tvo bardaga í röð en hann sigraði Anderson Silva í maí eftir að Silva meiddist á fæti eftir spark Cannonier.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular