Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJared Rosholt og þungavigtin í UFC

Jared Rosholt og þungavigtin í UFC

jared-rosholt-1Um næstu helgi mætast tveir nýliðar í þungavigtardeild UFC, Jared Rosholt og Walt Harris. Jared Rosholt er frábær glímumaður en margir búast við að hann gæti komist langt í þunnskipaðri þungavigtinni í UFC.

Jared Rosholt mætir Walt Harris sem við fyrstu sín virðist mjög óreyndur með 4-1 bardagaskorið sitt. Harris sigraði hins vegar 23 áhugamannabardaga, alla með rothöggi, og tapaði aðeins einum. Þessi 30 ára fyrrum körfuboltamaður hefur einnig klárað alla atvinnumannabardagana með rothöggi.

Rosholt átti mjög góðan feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut “All-American” nafnbótina þrisvar sinnum. Hann keppti í þungavigt og endaði með 150 sigra og 5 töp í háskólaglímunni. Bróðir hans, Jake Rosholt, keppti í UFC á sínum tíma og var búist við miklu af honum enda var hann afburða góður glímumaður líkt og yngri bróðir sinn. Jake olli nokkrum vonbrigðum í UFC og var á endanum látinn fara eftir þrjá bardaga.

Jared Rosholt hefur sigrað átta bardaga og tapað einum. Hann er 27 ára gamall og því á besta aldri til að láta til sín taka í þungavigtinni. Þungavigtin er nokkuð þunnskipuð og lítið um efnilega þungavigtarmenn í dag. Stipe Miocic hefur litið ágætlega út og sama má segja um Travis Browne en fáir búast við að þeir eigi nokkurn séns í þá tvo bestu, Cain Velasquez og Junior Dos Santos. Stefan Struve er enn ungur en ekki er víst að hann berjist aftur vegna hjartagalla. Auk þess virðist hann vera gjörsamlega ófær um að nota lengdina sína til að halda andstæðingum frá sér og hefur þróast lítið frá því að hann kom fyrst í UFC. Todd Duffee glímir við Parsonage -Turner heilkennið og berst sennilega ekki fyrr en seint á næsta ári og er enn óskrifað blað. Aðrir þungavigtarmenn eru annað hvort á seinni hluta ferils síns eða ekki nægilega góðir til að keppa við þá allra bestu.

Eins og sjá má er tækifæri fyrir efnilega þungavigtarmenn að sýna sig og sanna. Ef Rosholt nær að feta í fótspor annnarra sterkra glímumanna, eins og Cain Velasquez, gæti hann komist hratt á toppinn. Hann æfði um tíma með Alistair Overeem þegar Overeem var að undirbúa sig fyrir Brock Lesnar bardagann og hefur vonandi lært eitthvað af honum. Það er alls óvíst hvort að Rosholt nái að standa sig vel í UFC, hvað þá sigra bardaga sinn um helgina, en ef hann stendur sig vel væri gaman að sjá nýtt blóð í þungavigtinni. Ef Walt Harris rotar Rosholt gæti hann hugsanlega komið með ferska strauma í þungavigtina. Sterkum glímumönnum hefur yfirleitt vegnað vel í UFC en það er ekki alltaf góð forspá fyrir velgengni í UFC eins og ferill Jake Rosholt hefur sýnt.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular