spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJim Miller fyrstur til að berjast 30 bardaga í UFC

Jim Miller fyrstur til að berjast 30 bardaga í UFC

Jim Miller var um síðustu helgi fyrsti bardagamaðurinn til að berjast 30 bardaga í UFC. Miller sigraði þá Alex White með uppgjafartaki í 1. lotu en enginn er með fleiri bardaga en hann í UFC.

Jim Miller barðist fyrst í UFC í október 2008 en þá sigraði hann David Baron á UFC 89. Síðan þá hefur hann alla tíð barist í UFC með góðum árangri. Miller vann níu af fyrstu tíu bardögum sínum í UFC og var ekki langt frá titilbardaga. Síðan þá hefur gengið upp og ofan hjá Miller en ennþá á hinn 36 ára Bandaríkjamaður sinn stað í léttvigt UFC.

Miller er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er með flesta sigra í sögu léttvigtar UFC eða 18 talsins. Miller hefur klárað sjö bardaga með uppgjafartaki í UFC og er í 6. sæti yfir flesta sigra í UFC eftir uppgjafartök ásamt Kenny Florian, Joe Lauzon og Cole Miller (ekki skyldur Jim).

Sigurinn um síðustu helgi var líka sérstaklega kærkominn enda hafði Miller tapað fjórum bardögum í röð á undan. Miller hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár en hann hefur barist við Lyme sjúkdóminn eftir maurabit. Miller fékk ekki rétta greiningu fyrr en nokkru eftir bitið og lýsti hann ömurlegri upplifun sinni á sjúkdómnum í viðtali við MMA Junkie. Sem betur fer hefur Miller liðið betur undanfarna mánuði og hafði það áhrif á frammistöðuna hans um síðustu helgi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular