0

Jimmie Rivera án andstæðings á UFC 219

Ólíklegt er að Jimmie Rivera fái andstæðing í tæka tíð fyrir UFC 219 á laugardaginn. John Lineker datt út á dögunum og gengur erfiðlega að finna nýjan andstæðing fyrir Rivera.

Jimmie Rivera hefur unnið 20 bardaga í röð og þar af eru fimm í UFC. Hann er kominn ansi nálægt titilbardaga en þarf þó einn góðan sigur í viðbót til að tryggja sér bardagann stóra.

Upphaflega átti Rivera að mæta Dominick Cruz og hefði sigurvegarinn að öllum líkindumfengið titilbardaga í bantamvigtinni. Cruz handleggsbrotnaði hins vegar og dró sig úr bardaganum. Í hans stað kom John Lineker en hann þurfti sjálfur að draga sig úr bardaganum á dögunum vegna meiðsla.

Marlon Moraes bauðst til að stíga inn með skömmum fyrirvara en kvaðst þó ekki geta náð 135 punda bantamvigtartakmarkinu. Því var ákveðið að bardaginn færi fram í hentivigt og síðar fjaðurvigt en Moraes virðist hafa hætt við. Rivera var mjög ósáttur með Moraes og lét hann heyra það á Twitter.

Nú lítur út fyrir að Rivera fái engan bardaga þann 30. desember.

UFC 219 fer fram laugardaginn 30. desember þar sem þær Holly Holm og Cris Cyborg mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.