spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoanna Jedrzejczyk áður en hún sló í gegn í UFC

Joanna Jedrzejczyk áður en hún sló í gegn í UFC

Besta bardagakona heims, Joanna Jedrzejczyk, hefur skotist hratt upp stjörnuhimininn síðan hún kom í UFC. Hér skoðum við síðasta bardaga hennar áður en hún samdi við UFC.

Joanna Jedrzejczyk mætti Rosi Sexton á Cage Warriors 69 bardagakvöldinu í júní 2014. Þetta var aðeins sjötti MMA bardagi Jedrzejczyk en hún hafði auðvitað mikla reynslu úr Muay Thai áður. Bardaginn var fyrsti bardagi Rosi Sexton síðan hún var látin fara úr UFC.

Sexton er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og taekwondo en átti ekki séns í Jedrzejczyk. Bardaginn var einhliða frá fyrstu sekúndu og raðaði sú pólska inn höggunum að vild. Bardaginn var stöðvaður í 2. lotu og Jedrzejczyk sigurvegari eftir rothögg. Þarna kom bersýnilega í ljós hve öflug Jedrzejczyk var en skömmu eftir bardagann fékk hún samning við UFC.

Rúmum mánuði síðar barðist hún sinn fyrsta bardaga í UFC sem hún sigraði að sjálfsögðu. Hún fékk svo titilbardaga í mars 2015 sem hún vann og var því orðinn strávigtarmeistari UFC aðeins níu mánuðum eftir bardaga sinn í Cage Warriors.

Hún hefur ekki litið um öxl síðan og er einfaldlega besta bardagakona heims í dag. Þetta reyndist hins vegar vera síðasti bardagi Rosi Sexton á ferlinum. Þess má geta að Sexton er eldklár en hún er stærðfræðingur og með doktorsgráðu í tölvunarfræði.

Bardagann í heild sinni má sjá hér

https://www.youtube.com/watch?v=7XNE4aCXcwQ

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular