0

TJ vill mæta DJ í staðinn fyrir Garbrandt – Demetrious Johnson ekki spenntur

Eins og kom fram í morgun er bardagi T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt ekki lengur á UFC 213 í sumar. Garbrandt er meiddur en Dillashaw hefur áhuga á að mæta fluguvigtarmeistaranum Demetrious Johnson.

Fyrir nokkrum vikum síðan greindi bantamvigtarmeistarinn Cody Garbrandt frá bakmeiðslum sínum. Hann sagðist vera á leið til Þýskalands í meðferð á meiðslunum og komu þau tíðindi aðdáendum verulega á óvart. Sú meðferð gekk ekki eins vel og vonast var eftir og hefur hann nú neyðst til þess að draga sig úr bardaganum.

Þetta hefði verið hans fyrsta titilvörn en þeir Dillashaw og Garbrandt þjálfa andspænis hvor öðrum í nýjustu seríu The Ultimate Fighter sem er nú er sýnd.

UFC er nú að reyna að setja saman bardaga T.J. Dillashaw og Demetrious Johnson á bardagakvöldi þann 19. ágúst í Seattle. Johnson virðist hins vegar vera lítið spenntur fyrir því

„Það eru aðrir áskorendur í þyngdarflokknum með fleiri sigra og á sigurgöngu. Þetta væri ekki ofurbardagi þar sem TJ er ekki meistari. Hann er bara bantamvigtarmaður að reyna að troða sér fremst í röðina í fluguvigtinni, fram fyrir bardagamenn sem hafa unnið fyrir því að klífa upp stigann,“ sagði Johnson við MMA Fighting fyrr í mánuðinum.

Demetrious Johnson jafnaði met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í apríl og stefnir á að bæta metið. Ray Borg er talinn líklegastur til að fá næsta titilbardaga en hann er 5-2 í UFC og hefur unnið tvo bardaga í röð.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.