spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJoanne Calderwood hefur ekki efni á að æfa í Tristar

Joanne Calderwood hefur ekki efni á að æfa í Tristar

Skoska bardagakonan Joanne Calderwood er blönk og þarf að fara aftur til Skotlands til að spara. Calderwood sigraði Valerie Létourneau í gær í Kanada með frábærri frammistöðu.

Joanne Calderwood hefur verið að æfa hjá Tristar í Kanada á þessu ári. Frammistaða hennar í gær var besta frammistaða hennar í UFC en hún sigraði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.

Calderwood þarf nú að halda heim til Skotlands til að vinna og safna peningi. Calderwood fékk ekki frammistöðubónus í gær og þarf að safna peningi til að geta verið lengur hjá Tristar að æfa. Þetta sagði hún á Instagram í gær.

Tristar er afar virtur bardagaklúbbur en þar æfði Georges St. Pierre nánast allan sinn feril.

Valerie Létourneau var í 5. sæti styrkleikalistans fyrir bardagann og barðist nýlega um strávigtartitilinn. Þessi sigur Calderwood er því afar þýðingarmikill fyrir hana og verður gaman að sjá hver næstu skref verða hjá henni.

Sem stendur þarf hún þó að fara aftur heim til Skotlands og vinna sér inn smá aur áður en hún getur haldið aftur til Tristar í Kanada.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular