John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, gerir ráð fyrir að Conor mæti Khabib Nurmagomedov síðar á þessu ári. Um er að ræða stærsta bardaga ársins og bíða aðdáendur spenntir eftir fréttum um hvenær og hvort Conor berjist aftur.
John Kavanagh sat fyrir svörum hjá MMA greinandanum Robin Black í Dublin um helgina. Þar var hann spurður út í mögulegan bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov.
„Það er augljós bardagi, bæði fyrir mig sem þjálfara og MMA aðdáenda. Sem aðdáandi er það sá bardagi sem mig langar mest að sjá. Ég myndi veðja næstum öllu, næstum veðja öllu, að bardaginn eigi sér stað fyrir lok árs. Ég sé það ekki gerast að bardaginn verði ekki að veruleika,“ sagði John Kavanagh um helgina.
Conor þarf fyrst að klára dómsmál sitt vegna rútuárásarinnar. Conor mun semja um sættir og mætir aftur í dómsstólinn þann 26. júlí til að væntanlega klára málið. Í apríl réðst Conor á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov þar sem hann skaðaði fjölda manns. Nokkrum dögum síðar varð Khabib léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta. Conor var áður ríkjandi léttvigtarmeistari en var sviptur titlinum fyrr á þessu ári.