spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh: Till hefur samþykkt að berjast við Gunnar seinna á árinu

John Kavanagh: Till hefur samþykkt að berjast við Gunnar seinna á árinu

John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson, vonast eftir því að Gunnar fái andstæðing í London. Hann hvetur bardagamenn í veltivigtinni að hafa samband við UFC.

Ekkert verður af bardaga Gunnars og Darren Till í London. Kavanagh segir þó að Till sé raunverulega veikur og hafi samþykkt að berjast við Gunnar síðar á árinu. Núna þurfi þeir hins vegar einhvern sem er til í að berjast við Gunnar þann 17. mars á UFC bardagakvöldinu í London. Hann hvetur þá sem eru í veltivigtinni að hafa samband við Sean Shelby (sem sér um að raða bardögunum í UFC) og óska eftir bardaga gegn Gunnari.

Kavanagh segir að UFC hafi spurt nánast alla veltivigtarmenn UFC sem ekki eru meiddir eða bókaðir og allir virðast vera uppteknir þennan dag.

Blaðamaðurinn Jim Edwards segist svo hafa talað við Till fyrr í dag þar sem hann segist vera fárveikur og sé á sýklalyfjum sem stendur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular