John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson, vonast eftir því að Gunnar fái andstæðing í London. Hann hvetur bardagamenn í veltivigtinni að hafa samband við UFC.
Ekkert verður af bardaga Gunnars og Darren Till í London. Kavanagh segir þó að Till sé raunverulega veikur og hafi samþykkt að berjast við Gunnar síðar á árinu. Núna þurfi þeir hins vegar einhvern sem er til í að berjast við Gunnar þann 17. mars á UFC bardagakvöldinu í London. Hann hvetur þá sem eru í veltivigtinni að hafa samband við Sean Shelby (sem sér um að raða bardögunum í UFC) og óska eftir bardaga gegn Gunnari.
I’m sure Mr. Till will make his own statement but I believe he’s ill. He has however agreed to face Gunni later in the year, speedy recovery ? However for now we need someone for March 17th. So if you’re a ufc WW get onto Sean and get paid. Hope to get matched soon ?
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 30, 2018
Kavanagh segir að UFC hafi spurt nánast alla veltivigtarmenn UFC sem ekki eru meiddir eða bókaðir og allir virðast vera uppteknir þennan dag.
I can tell you ufc have asked almost every WW who’s not currently matched/injured and everyone busy that night for some reason? A chance to main event a good European show and everyone getting their hair washed. Bizarre. https://t.co/C6i0IgyNqr
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 30, 2018
Blaðamaðurinn Jim Edwards segist svo hafa talað við Till fyrr í dag þar sem hann segist vera fárveikur og sé á sýklalyfjum sem stendur.
Just spoke to Darren Till. He’s sick as a dog and on antibiotics. Not a chance he will be fighting anyone on #UFCLondon. So as I said earlier, buy your tickets based on the assumption it’s a card without Till or Bisping #UFCLondon
— Jim Edwards (@MMA_Jim) January 30, 2018