spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh vill sjá Conor í Rocky-æfingabúðum ef hann mætir Khabib aftur

John Kavanagh vill sjá Conor í Rocky-æfingabúðum ef hann mætir Khabib aftur

John Kavanagh, yfirþjálfari Conor McGregor, vill sjá Conor McGregor í hálfgerðri einangrun í æfingabúðum ef hann mætir Khabib Nurmagomedov aftur. Kavanagh segir að æfingabúðirnar gætu jafnvel farið fram á Íslandi eða í Portúgal.

John Kavanagh þekkir Conor ákaflega vel og veit að núna er enginn bardagi sem heillar Conor jafn mikið og annar bardagi gegn Khabib. Kavanagh segir að ef þeir myndu mætast aftur myndi hann vilja sjá Conor í æfingabúðum í hálfgerðri einangrun eins og í Rocky 3. „Ég vil fara aftur í auga tígursins og æfa í gamaldags æfingaaðstöðu. Bara hverfa. Bara ég, Conor, Artem [Lobov], Peter [Quelly] og þetta lið og hverfa í þrjá mánuði. Setja upp martraðar æfingabúðir eins og í gamla daga. Ef við myndum gera þetta aftur væri það mín krafa,“ segir Kavanagh í viðtalinu.

Í Rocky 3 var boxarinn í öllum glamúrnum og tapaði svo fyrir hungruðum Clubber Lang. Hann fór svo aftur í ræturnar með Apollo Creed og sigraði Lang í endurati. Það var síðan í Rocky 4 þar sem hann var í einangrun í óbyggðunum að æfa fyrir bardagann gegn Ivan Drago í Rússlandi.

Núna vill Kavanagh sjá allt annað vera sett til hliðar og öll einbeiting fari á æfingar. Ariel Helwani spyr hvort þeir gætu jafnvel farið aftur til Íslands. Kavanagh svarar því játandi en segir líka að þeir séu með frábæra aðstöðu í Portúgal.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular