Enn einu sinni er John Lineker að mistakast að ná vigt. Lineker var hálfu pundi of þungur í vigtuninni í morgun en þetta er í fimmta sinn sem honum mistekst að ná tilsettri þyngd í UFC.
John Lineker og John Dodson mætast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Portland annað kvöld. Bardaginn átti að fara fram í bantamvigt (135 pund) en Lineker vigtaði sig inn 136,5 pund (61,9 kg) í morgun. Leyfilegt er að vera einu pundi yfir (nema í titilbardögum) og því var Lineker aðeins hálfu pundi yfir tilsettri þyngd.
Lineker mistókst fjórum sinnum að ná fluguvigtartakmarkinu (125 pund) í UFC. Hann var því neyddur til að fara upp í bantamvigt og gekk það vel þangað til núna. Brasilíumaðurinn hafði unnið þrjá bardaga í röð í bantamvigtinni og alltaf náð tilsettri þyngd.
#UFCPortland weigh-in drama! @JohnDodsonMMA makes 135 while Lineker is just over the line at 136.5 pic.twitter.com/7SGaKCdPQh
— MMAFighting.com (@MMAFighting) September 30, 2016
Honum mistókst hins vegar í morgun og fær því þann vafasama heiður að vera aðeins annar maðurinn í sögu UFC sem mistekst að ná vigt í tveimur þyngdarflokkum. Anthony ‘Rumble’ Johnson mistókst tvisvar að ná veltivigtartakmarkinu og svo einu sinni millivigtartakmarkinu þegar hann var neyddur þangað upp.
20% af launum Lineker fara til John Dodson og mun hann ekki geta fengið frammistöðubónus annað kvöld. Fjárhæðirnar sem Lineker hefur nú misst af í UFC vegna þyngdarvandamála eru að verða ansi háar og spurning hvenær hann taki til í sínum málum. Þegar Lineker var í fluguvigt var honum ráðlagt af UFC að fá sér næringarfræðing en hann afþakkaði það og sagðist vera með allt á hreinu.
Lineker var ekki sá eini sem náði ekki tilsettri þyngd en Alex Oliveira og Hacran Dias voru líka of þungir. Oliveira mætir Will Brooks á morgun en hann var 161,5 pund í morgun eða 5,5 pundum yfir léttvigtartakmarkinu. Ef Oliveira hefði verið einu pundi yfir hefði bardaginn ekki farið fram á morgun.
If Alex Oliveira missed weight by one more pound, the fight would have been yanked, per Oregon commission rules.
— Marc Raimondi (@marc_raimondi) September 30, 2016
Will Brooks var augljóslega ekki sáttur með andstæðing sinn og fær hann einnig 20% af launum Oliveira.
“This is professionalism… watch what I do.” @trillwillbrooks and Alex Oliveira hit the scales for #UFCPortland pic.twitter.com/rAwlgClljy
— MMAFighting.com (@MMAFighting) September 30, 2016
Hacran Dias var 148,5 pund eða 2,5 pundum yfir fjaðurvigtartakmarkinu. Þrír bardagamenn voru því of þungir í vigtuninni í morgun en allir bardagarnir fara þó fram.