spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohny Hendricks náði ekki vigt enn einu sinni

Johny Hendricks náði ekki vigt enn einu sinni

Johny HendricksVigtin er enn að stríða Johny Hendricks. Hendricks náði ekki tilsettri þyngd fyrir bardaga hans gegn Kelvin Gastelum á morgun.

Bardaginn átti að fara fram í 170 punda (77 kg) veltivigtinni en verður nú í hentivigt (e. catchweight) þar sem Hendricks var of þungur. Í rauninni munaði afskaplega litlu á að Hendricks næði þyngd eða 0,25 pundum (113 gr.). Hendricks var 171,25 pund en hefði mátt vera 171 pund. Gastelum var 171 pund og mun fá 20% launa Hendricks í staðinn. Dýr 113 grömm.

Eins og áður segir er þetta ekki í fyrsta sinn sem Hendricks hefur átt í erfiðleikum með vigtina. Fyrir titilbardaga sinn gegn Robbie Lawler á UFC 171 var Hendricks örlítið yfir en náði tilsettri þyngd í annarri tilraun eftir að hafa svitnað smá.

Hendricks átti að berjast við Tyron Woodley á UFC 192 í fyrra en fékk nýrnabilun sem rekja má til niðurskurðarins sem var sagður illa undirbúinn. Talið var að Hendricks þyrfti að fara upp í millivigt eftir Woodley skandalinn en svo var ekki. Hendricks náði 170 pundunum síðast þegar hann barðist en tókst ekki í þetta sinn. Eru dagar hans í veltivigtinni taldir?

Nýtt fyrirkomulag er nú í UFC í vigtuninni. Vigtunin fer nú fram milli átta og tíu um morguninn en sú vigtun sem við sjáum á Youtube er einungis fyrir áhorfendur og eru bardagamenn ekki að vigta sig í alvörunni. Þyngdin um morguninn er sú sem gildir.

Hendricks vigtaði sig inn rétt fyrir tíu í morgun en aðeins er hægt að vigta sig inn einu sinni milli átta og tíu um morguninn en ekki síðar um daginn þegar sjónvarpsvigtunin fer fram. Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá UFC og ætla þeir að prófa þetta yfir sumarið.

Þess má geta að Miesha Tate var afskaplega tæp á að vigta sig inn á réttum tíma. Tate mætti rétt fyrir tíu í morgun og náði tilsettri þyngd eftir að hafa farið úr öllum fötunum. Ef Tate hefði ekki mætt fyrir tíu hefði bardaginn verið af borðinu samkvæmt starfsmanni UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular