spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJohny Hendricks og Robbie Lawler berjast um veltivigtartitilinn í mars!

Johny Hendricks og Robbie Lawler berjast um veltivigtartitilinn í mars!

robbie-lawler2

Í ljósi þess að Georges St. Pierre hefur ákveðið að hætta tímabundið í MMA og yfirgefa belti sitt þá hefur UFC gefið út hverjir munu berjast um yfirgefna veltivigtartitilinn.

Johny Hendricks mætir Robbie Lawler þann 15. mars í Dallas, Texas.

Hendricks barðist seinast um veltivigtarbeltið gegn Georges St. Pierre en tapaði eftir umdeilda dómaraákvörðun. Þar á undan hafði hann unnið 6 bardaga í röð, þar á meðal gegn Carlos Condit, Martinn Kampmann og Josh Koscheck. Þrír af sex sigrum hans enduðu með rothöggi.

Lawler hefur unnið þrjá seinustu bardaga sína en tveir af þeim hafa endað með rothöggi. Lawler sigraði nú seinast Rory MacDonald sem margir töldu eftirmann Georges St. Pierre. Sigurinn kom eftir dómaraúrskurð.

Kortið 18. mars ber nafnið UFC 171: Hendricks vs. Lawler. Aðrir athyglisverðir bardagar á kortinu eru Jake Shields gegn Hector Lombard, Diego Sanchez gegn Myles Jury. Upphaflega átti Jon Jones að mæta Glover Teixeira en sá bardagi hefur verið færður á UFC 172.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular