spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJojo Calderwood: Veit að Sunna mun vinna

Jojo Calderwood: Veit að Sunna mun vinna

Joanne Calderwood mætir Cynthia Calvillo á sunnudaginn í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glasgow. Joanne dvaldi hér á Íslandi í æfingabúðunum og væri alveg til í að flytja til Íslands.

Joanne, eða Jojo eins og hún er alltaf kölluð, var á flakki fyrir þennan bardaga. Hún byrjaði á að vera í Tristar í Kanada, kom svo til Íslands og æfði í Mjölni og fór svo til Skotlands þar sem hún kláraði æfingabúðirnar.

Jojo hefur mikið æft með Sunnu, hvort sem það er á Íslandi, Skotlandi eða Kanada. Þær þekkjast vel og er Jojo spennt fyrir bardaga Sunnu en ætlar ekki að vaka. „Það verður góð hvatning að horfa á þetta um morguninn daginn sem ég berst. Þetta verður eitt um nótt hér þannig að ég horfi á þetta um morguninn, það verður góð hvatning, ég veit að hún mun vinna,“ segir Jojo um bardaga Sunnu.

Jojo mætir Cynthia Calvillo sem hefur skotist hratt upp stjörnuhimininn í UFC. Hún tók sinn fyrsta bardaga í UFC í mars, þann næsta mánuði síðar og berst nú sinn þriðja bardaga í fimm mánuðum. Bardaginn fer fram í strávigt og verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular