Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Áhorfandi stígur í hringinn og sigrar UFC reynslubolta

Jólaþjóðsagan: Áhorfandi stígur í hringinn og sigrar UFC reynslubolta

Benji Radach eftir sigur á Murilo "Ninja" Rua í EliteXC
Benji Radach eftir sigur á Murilo “Ninja” Rua í EliteXC

Jólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki.

Ein óvæntustu úrslit í sögu MMA áttu sér stað þann 25. október 2003. Benji Radach, þá með bardagaskorið 15-1 (1), hafði átt ágætis feril í MMA og meðal annars barist þrisvar í UFC. Eina tapið hans á ferlinum var gegn Shean Sherk í UFC og Radach almennt talinn góður bardagamaður.

Eftir að hann fór úr UFC átti hann að berjast á Ultimate Ring Challenge 6 en því miður þá mætti andstæðingur hans ekki. Allt leit út fyrir að Radach fengi ekki bardaga þetta kvöld þangað til áhorfandi nokkur, Dan LaFever, var tilbúinn til að berjast við hann. LaFever hafði enga reynslu úr MMA en hafði keppt tvisvar í áhugamannahnefaleikum.

LaFever var æstur í að fá að berjast við Radach þar sem Radach hafði verið að reyna við kærustu LaFever. Bardaginn stóð ekki lengi yfir því eftir aðeins 55 sekúndur hafði LaFever rotað Radach, eitthvað sem fáir bjuggust við! Endalokin á bardaganum má sjá hér að neðan. Radach átti þó ekki alslæman feril en eftir þetta rothögg barðist hann m.a. í IFL og Strikeforce áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2010.

Myndbandið af rothögginu hefur því miður verið fjarlægt af Youtube.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular