Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaUFC on Fox 9 - Af hverju ætti ég að horfa á...

UFC on Fox 9 – Af hverju ætti ég að horfa á fyrstu bardaga kvöldsins?

Næsta laugardagskvöld fer fram UFC on Fox 9. Fox kvöldin eru alltaf hlaðin góðum bardögum og þetta kvöld er engin undantekning þó svo að stærsta bardaganum á milli Anthony Pettis og Johs Thomson hafi verið aflýst. Á aðalkortinu eru fjórir góðir bardagar en það er af nógu að taka fyrr um kvöldið.

Ef þið eruð að hugsa, af hverju ætti ég að gefa mér tíma til að horfa á „prelims“ koma svörin hér:

court

Court McGee vs. Ryan LaFlare (veltivigt)

Af því að McGee vann The Ultimate Fighter og hefur litið mjög vel út í sínum síðustu tveimur bardögum á móti Josh Neer og Robert Whitaker. Laflare er ósigraður og hefur unnið tvo bardaga í UFC. Þessi bardagi verður stál í stál.

Barboza_Njokuani

Danny Castillo vs. Edson Barboza (léttvigt)

Af því að Castillo er í liðinu Alpha Male sem er á rosalegri siglingu. Þetta kvöld er Alpha Male kvöld en þrír aðrir meðlimir keppa þetta kvöld. Hér mætir hann Barboza sem er árasagjarn og alltaf skemmtilegur og með eitt flottasta Muay Thai í UFC. Þetta gæti  orðið flugeldasýning og það kæmi ekkert á óvart ef einhver verður rotaður.

Strikeforce: Tate v Rousey

Bobby Green vs. Pat Healy (léttvigt)

Af því að þetta eru tveir af þeim bestu sem komu úr Strikeforce.  Green hefur unnið báða sína UFC bardaga og litið mjög vel út. Healy byrjaði með miklum krafti. Hann sigraði Jim Miller en sigrinum var síðar breytt í no contest þegar marjúana mældist í blóðinu hans. Healy tapaði sínum síðasta bardaga á móti Rússanum öfluga Khabib Nurmagomedov en hann er ennþá baneitraður. Hvor þeirra fer upp listann?

Scott Jorgensen vs.Zach Makovsky (fluguvigt)

Af því að Makovsky er fyrrverandi Bellator meistari og þreytir hér frumraun sína í UFC. Hann mætir hins vegar reynslubolta sem hefur barist við alla þá bestu, Scott Jorgensen. Stenst Makovsky prófið?

Sam Stout vs. Cody McKenzie (léttvigt)

Af því að Stout getur slegið og McKenzie er með eitt besta guillotine í bransanum.

Abel Trujillo vs. Roger Bowling (léttvigt)

Af því að þessi bardagi er “rematch” af bardaga sem lofaði mjög góðu þar til ólöglegt hné Trujillo gerði út af við Bowling.

Darren Uyenoyama vs. Alptekin Ozkilic (fluguvigt)

Af því að Uyenoyama á að vera með betri bardagamönnum í fluguvigt í heiminum. Tími til að sanna það.

RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular