Wednesday, May 8, 2024
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Dan Henderson og Randy Couture í áflogum við dyraverði!

Jólaþjóðsagan: Dan Henderson og Randy Couture í áflogum við dyraverði!

mattbenjirandydan1999

Jólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki.

Dan Henderson og Randy Couture hafa þekkst lengi og voru góðir félagar löngu áður en þeir byrjuðu í MMA.  Árið 1995, tveimur árum áður en þeir byrjuðu í MMA, voru þeir úti að skemmta sér ásamt tveimur öðrum óþekktum aðilum.

Á leið sinni út af skemmtistað ýtir Couture við Henderson þannig að hann hrasar á bíl, en allt í gríni og engin alvara á bakvið það. Dyraverðirnir tóku illa í þetta og byrjuðu að rífa kjaft við þá sem endaði með því að einn dyravarðanna náði í hafnaboltakylfu og virtist ætla að sveifla henni að þeim.

Henderson leist ekki vel á blikuna en sagði dyraverðinum að troða hafnaboltakylfunni þar sem sólin skín ekki. Þá stökk Couture á dyravörðinn með hafnaboltakylfuna sem flúði inn á skemmtistaðinn. Henderson var eftir úti ásamt tveimur vinum sínum gegn þeim fjórum dyravörðum sem eftir voru. Henderson óð í tvo dyraverðina og flúði annar þeirra með Henderson á hælunum.

Þegar vitni kíkti aftur inn á skemmtistaðinn til að ná í Couture var skemmtistaðurinn gjörsamlega í rústi! Samkvæmt vitnum hafði Couture ítrekað kastað dyraverðinum á borð, stóla og annað sem var á skemmtistaðnum og eyðilagt. Samkvæmt vinum Couture og Henderson er þetta eina skiptið þar sem þeir hafa lent í áflögum úti á götu. Það fór greinilega mjög illa í þá þegar dyravörðurinn tók upp hafnaboltakylfuna.

Á þessum tíma var Randy Couture í viðræðum um að taka við þjálfun bandaríska landsliðsins í Grísk-Rómverskri glímu. Kvöldið eftir var hann á kvöldverði með forráðamönnum landsliðsins þegar lögreglumaður kemur að borðinu og segir að Randy þurfi að koma með sér. Einn forráðamannanna spyr hvers vegna Randy þurfi að fara en þá segir lögreglumaðurinn að Couture og vinir hans hafi eyðilagt staðinn og ráðist á dyraverði staðarins kvöldið áður. Couture var sem sagt að borða kvöldverð á sama stað og hann hafði gereyðilagt kvöldið áður!

Randy var ekki ákærður en var beðinn um að yfirgefa staðinn og koma ekki aftur. Randy fékk ekki þjálfarastöðuna og er spurning hvort að hann hefði endað í MMA ef hann hefði fengið stöðuna. Auðvitað er þetta ekki til fyrirmyndar að íþróttamenn í bardagaíþróttum séu að slást úti á götu en samkvæmt vitnum virðist þetta hafa verið sjálfsvörn, þó þeir hafi kannski gengið lengra en þurfti.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular