spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Shogun og Wanderlei Silva berjast um hvolp!

Jólaþjóðsagan: Shogun og Wanderlei Silva berjast um hvolp!

Shogun Rua Wanderlei SilvaJólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki.

Fyrsta sagan sem við lítum á átti sér stað þegar Pride var upp á sitt besta og Wanderlei Silva og Shogun tveir af allra bestu bardagamönnum heims. Draumur flestra bardagaáhugamanna var að sjá þessa tvo mætast í hringnum í Pride en hvorugur hafði áhuga á því þar sem þeir voru liðsfélagar í Chute Boxe félaginu.

Shogun hafði nýlega eignast nokkra hvolpa og vildi Silva fá einn hvolp. Einhver misskilningur virðist hafa verið á milli þeirra því þegar Silva fékk hvolpinn hélt hann að þetta væri gjöf. Þegar Shogun ætlaði að rukka 600 dollara fyrir hvolpinn var Silva ekki sáttur og ætlaði ekki að borga.

Þeir samþykktu þó að mætast í hringnum á æfingu og ef Shogun sigraði þyrfti Silva að borga honum en ef Silva sigraði fengi hann hvolpinn frítt. Í þessu sparri var ekkert gefið eftir og líktist þetta alvöru bardaga fremur en æfingu. Sagan segir að Wanderlei Silva hafi rotað Shogun eftir nokkrar svakalegar lotur og því ekki þurft að borga fyrir hvolpinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular