spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones ákærður fyrir líkamsárás

Jon Jones ákærður fyrir líkamsárás

Léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones virðist aftur vera kominn í vandræði. Jones hefur verið ákærður fyrir líkamsárás af gengilbeinu á strippstað.

Atvikið átti sér stað í apríl á strippstað í Albuquerque þar sem Jones býr og æfir. Jones er sakaður um að hafa slegið gengilbeinu í klofið, dregið hana í kjöltu sína og kysst á hálsinn samkvæmt stefnunni frá lögreglunni í Albuquerque.

Konan var að bera fram drykki í Jones og bróður hans en Jon bað gengilbeinuna að veita sér kjöltudans. Konan neitaði þar sem hún var gengilbeina en ekki dansari. Jones dró hana því í kjöltu sína og kyssti hana á hálsinn.

Konan sagði einnig að Jones hefði sett hana í hengingartak og lyft henni upp frá gólfinu þegar þeir bæðurnir voru að bíða eftir skotum við barinn. Jones var harðhentur við hana og sveiflaði henni til og frá í loftinu. Jones lyfti henni síðan upp á barinn og sló hana í klofið. Konan bað Jones um að hætta en hann hélt áfram að snerta hana þar til hann yfirgaf staðinn.

Ákæran er skráð sem smávægilegt afbrot en gæti samt leitt af sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur um brotið. Jones neitar sök í málinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular