spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones: Cormier var aldrei meistari í léttþungavigt

Jon Jones: Cormier var aldrei meistari í léttþungavigt

Jon Jones sigraði Alexander Gustafsson í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 232. Jones sagði að Cormier hafi aldrei verið meistari í léttþungavigt og hafi því aldrei verið tvöfaldur meistari.

Jon Jones kláraði Gustafsson með tæknilegu rothöggi í 3. lotu í nótt. Eftir bardagann skoraði hann á Daniel Cormier, ríkjandi þungavigtarmeistara og fyrrum léttþungavigtarmeistara, að reyna að ná beltinu aftur.

Á blaðamannafundinum eftir bardagann hélt hann áfram að tala um Cormier. Jones telur að Cormier hafi aldrei verið alvöru 205 punda meistarinn þar sem Cormier tókst aldrei að vinna Jones og var aðeins meistari á meðan Jones var í vandræðum utan búrsins. Jones hefur þrisvar verið sviptur titli sínum í UFC en aldrei tapað beltinu í búrinu.

„Hann [Daniel Cormier] reynir eins og hann getur að gera lítið úr mínum afrekum og þeirri staðreynd að ég vann hann tvisvar. Það eina sem ég vil gera lítið úr er að hann telji sig vera meistara í léttþungavigt. Hann var aldrei meistari í léttþungavigt. Hann vann mig aldrei. Þetta hefur verið minn þyngdarflokkur síðan 2011. Ég vil hafa það alveg á hreinu. DC er enginn tvöfaldur meistari. Eina leiðin fyrir hann til að þagga niður í því sem ég hef að segja er að vinna mig. Það er sáraeinfalt,“ sagði Jones.

Cormier lét beltið af hendi á dögunum en er enn ríkjandi meistari í þungavigt. Jones vill mæta Cormier aftur í léttþungavigt og ætlar ekki að fara upp í þungavigt bara til að mæta Cormier.

„Ef ég myndi fara upp í þungavigt væri ég að gera þetta mjög persónulegt. Fyrir mitt leyti eru engin vandamál milli mín og DC. Mér leiðist þegar hann segir ‘sjáiði, ég sagði ykkur að hann væri svindlari, hann er svindlari’. Ég á ekkert sökótt við DC. Ég ætla ekki að fara upp í þungavigt og reyna að taka allt frá honum og rústa arfleifð hans og allt það. Gæti ég gert það? Mögulega. En ég er sáttur við að hafa mitt og hann getur haft sitt. DC þarf að viðurkenna að hann var aldrei léttþungavigtarmeistarinn. Eða mæta mér aftur í léttþungavigt og þagga niður í mér.“

Lyfjamál Jones hafa alltaf verið umdeild og efast margir um þá ákvörðun USADA að gefa Jones leyfi til að berjast í gær þrátt fyrir óvenjulegar niðurstöður í lyfjaprófinu. Jones neitaði til að mynda að svara spurningum blaðakonu á fimmtudaginn um lyfjamál hans og var Jones dónalegur í garð blaðakonunnar. Jones bað sömu blaðakonu afsökunar á framkomu sinni á fimmtudaginn á blaðamannafundinum í gær.

Blaðamannafundinn hjá Jon Jones má sjá í heild sinni hér að neðan. Afsökunarbeiðnina má sjá eftir 26:34.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular