spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJon Jones féll á lyfjaprófi - Kókaín fannst í blóði hans

Jon Jones féll á lyfjaprófi – Kókaín fannst í blóði hans

Lyoto Machida vs Jon JonesFrægðin stígur oft til höfuðs stórstjarna og MMA stjörnur eru þar engin undantekning á. Léttþungavigtameistarinn Jon Jones féll á lyfjaprófi eftir UFC 182 þar sem kókaín fannst í blóði hans. Jones varði titil sinn í áttunda skiptið á ferlinum þar sem hann sigraði Daniel Cormier eftir dómaraúrskurð.

Jones fór í lyfjaprófið þann fjórða desember og niðurstöðurnar komu í ljós þann 23. desember. Efnið sem fannst í líkama Jones var benzoylecgonine og er það undirstaða eiturlyfsins kókaíns. Íþróttasamband Nevada segir að efnið benzoylegonine sé ekki bannað samkvæmt „World Anti-Doping Agency“ og þar með hafi ekki verið grundvöllur fyrir að banna Jones að berjast á UFC 182 um nýliðna helgi. UFC 182 var eitt stærsta bardagakvöld í sögu UFC en þar varði Jones léttþungavigtarbelti sitt gegn Daniel Cormier.

Jon Jones hefur nú skráð sig í meðferð og mun taka afleiðingum íþróttasambands Nevada eftir að hann útskrifast þaðan. Meistarinn er talinn sá besti í heiminum þessa stundina en UFC sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málið:

„Við hjá UFC styðjum léttþungavigtameistarann Jon Jones í baráttu sinni. Það olli okkur vonbrigðum að hann hafi fallið á lyfjaprófi en við erum stolt af honum fyrir að skrá sig í meðferð. Jones er sterkur og hugrakkur bardagamaður innan búrsins og við búumst við því sama utan búrsins. Hann mun koma til baka sem betri maður.“

Forseti UFC, Dana White, tók einnig í sömu strengi. „Ég er hreykinn af Jones að hafa skráð sig í meðferð. Ég er fullviss um að hann muni sigrast á erfiðleikum sínum.“

Niðurstaða bardagans um helgina mun ekki breytast og hann mun halda beltinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular