spot_img
Tuesday, December 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones í meðferð við reiði

Jon Jones í meðferð við reiði

Jon Jones hefur samið í máli sem höfðað var á hendur hans nýlega vegna atviks sem tengdist starfsmanni lyfjaeftirlitsaðila UFC. Jones á að hafa hótað starfsmanninum lífláti en hann mun þurfa að fara í meðferð við reiði til þess að málið verði fellt niður.

UFC þungavigtarmeistarinn Jon Jones komst aftur í kast við lögin nýlega og var kærður fyrir líkamsárás (misdemeanor assault) og truflun á samskiptum (interference with communications) þegar kvenkyns starfsmaður Drug Free Sport, lyfjaeftirlits UFC, ætlaði að taka hann í lyfjapróf. Jones hefur núna samið í málinu sem verður fellt frá eins lengi og hann sækir sér meðferð við reiði og heldur sér frá vandræðum í 90 daga.

Starfsmaður Drug Free Sport sem varð fyrir atvikinu sagði að Jones hafi verið mjög fullur, hrifsað af henni síma og hótað henni lífsláti. Hann á að hafa sagt: “Veistu hvað gerist fyrir fólk sem kemur á heimilið mitt, það endar dautt”

Jones neitar þessum ásökunum og segir starfsmanninn hafa hegðað sér ófagmannlega, en viðurkennir að hafa verið undir áhrifum áfengis og hafa notað blótsyrði. Núna hefur Jones samþykkt að sækja 4 klukkustunda námskeið við reiði sinni. Ef hann gerir það og brýtir engin önnur lög í 90 daga kemst hann hjá því að verða ákærður fyrir atvikið.

Jon Jones hefur aðeins barist einu sinni síðustu 4 ár en hann mætir Stipe Miocic loksins fyrir sína fyrstu þungavigtartitilvörn í Madison Square Garden 16. nóvember nk.
Margir eru eflaust spenntir að sjá hann berjast aftur en hann er af mörgum talinn besti MMA bardagamaður allra tíma.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular