Jon Jones tilkynnti rétt í þessu að hann ætli að gefa frá sér léttþungavigtarbeltið. Dominick Reyes mætir Jan Blachowicz seint í september sennilega um titilinn.
Bardagi Reyes og Blachowicz verður á UFC 253 þann 26. september. Enn er verið að klára smáatriði en miðað við nýjustu færslu Jones á Twitter verður bardaginn eflaust um léttþungavigtarbeltið.
Jones ætlar að gefa frá sér léttþungavigtarbeltið. Jones hefur átt í samningadeilum við UFC á þessu ári en hann vildi fá meira borgað fyrir bardaga gegn Francis Ngannou í þungavigt. UFC var ekki á sama máli og sigldu samningaviðræður í strand. Jones segist gjarnan vilja snúa aftur ef samningar nást en þá verði það í þungavigt.
Just got off the phone with @Ufc, today I confirm that I’m vacating the light heavyweight championship. It’s officially up for grabs. It’s been an amazing journey, sincere thank you to all my competition, Ufc and most importantly you fans.
— BONY (@JonnyBones) August 17, 2020
The last I spoke with @UFC about my salary there was no negotiating. If that ever changes, i’d love to come back and compete again as a heavyweight. Until then, I’ll be enjoying Ufc has a fan and doing my best to take care of my family and community https://t.co/NoTTpRTMH0
— BONY (@JonnyBones) August 17, 2020
In good faith I will be staying in the testing pool for probably the next half year or so. I’ll continue to lift weights and train all the different martial arts
— BONY (@JonnyBones) August 17, 2020
Jones ætlar þangað til að þyngja sig og lyfta til að undirbúa sig fyrir framtíð í þungavigt. Hann verður áfram tekinn í lyfjapróf af USADA.
Just had a really positive conversation with @Ufc. Sounds like there will be negotiations for my next fight at heavy weight. All good news, the weight gaining process begins.
— BONY (@JonnyBones) August 17, 2020