spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones lætur beltið af hendi

Jon Jones lætur beltið af hendi

Jon Jones tilkynnti rétt í þessu að hann ætli að gefa frá sér léttþungavigtarbeltið. Dominick Reyes mætir Jan Blachowicz seint í september sennilega um titilinn.

Bardagi Reyes og Blachowicz verður á UFC 253 þann 26. september. Enn er verið að klára smáatriði en miðað við nýjustu færslu Jones á Twitter verður bardaginn eflaust um léttþungavigtarbeltið.

Jones ætlar að gefa frá sér léttþungavigtarbeltið. Jones hefur átt í samningadeilum við UFC á þessu ári en hann vildi fá meira borgað fyrir bardaga gegn Francis Ngannou í þungavigt. UFC var ekki á sama máli og sigldu samningaviðræður í strand. Jones segist gjarnan vilja snúa aftur ef samningar nást en þá verði það í þungavigt.

Jones ætlar þangað til að þyngja sig og lyfta til að undirbúa sig fyrir framtíð í þungavigt. Hann verður áfram tekinn í lyfjapróf af USADA.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular