spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones tjáir sig á Twitter

Jon Jones tjáir sig á Twitter

Jon Jones hefur verið duglegur á Twitter á síðustu dögum. Jones segist ekki vera að fela sig fyrir einum eða neinum en skuli hann að stíga inn í búrið finnst honum að sama skapi að hann eigi að frá greitt að sínum verðleika.

Eins og MMA Fighting greindi frá er ríkjandi léttþungavigtarmeistarinn enn sem stendur án bardaga og bíður eftir að vera paraður við næsta keppinaut. Það er samhljóða álit býsna margra að Jones ætti að vera undirbúa sig fyrir milliliðalaust endurat við Dominick Reyes. Kapparnir mættust 8. febrúar síðastliðinn á UFC 247 í aðalbardaga kvöldsins þar sem Jones vann eftir einróma dómarákvörðun.

Óhætt er að segja að sigur Jones þetta febrúar kvöld hafi verið vægast sagt umdeildur þó að allir þrír dómarar bardagans skoruðu bardagann Jones í hag. Joe Solis, einn dómaranna þriggja þetta umrædda kvöld í Texas, skoraði bardagann 49-46 Jones í vil. Það þýðir að Solis hafi metið það svo að Reyes hafi einungis unnið eina lotu af fimm. Eftir bardagann voru margir á því máli að Reyes hafi átt sigurinn skilið og þar á meðal Reyes sjálfur.

Á þriðjudaginn síðastliðinn fór Jones á glettilega Twitter-þenju ef svo mætti að orði komast þar sem hann gaf sér tíma í að svara hinum og þessum tístum sem að honum voru beind. Hægt er að gera sér hugarlund um að Jones væri með þessu athæfi ekki að spjalla við aðdáendur í góðvild sinni heldur í raun og veru tjá það sem honum lægi á hjarta. Á Twitter-þenjunni talaði Jones meðal annars um mögulegt endurat við Reyes, næsta keppninaut og hugsanlega tilfærslu upp í þungavigt.

Einn aðdáandi spurði Jones að því hvers vegna hann gæfi ekki Reyes annan bardaga svaraði Jones á þá leið að hann væri heldur betur tilbúinn í endurat en með því skilyrði að gengið yrði úr skugga um að bardaginn yrði áhættunnar virði. Kallaði Jones eftir því að UFC myndi meðhöndla bardagann sem ofurbardaga annars gæti hann allt eins snúið sér að næsta keppinaut í léttþungavigtinni.

Næsti keppninatur Jones verður að öllum líkindum Jan Blachowicz sem er á þriggja bardaga sigurgöngu í UFC. Blachowicz rotaði síðast Corey Anderson núna í febrúar en Jones var á fremsta bekk á þeim bardaga. Áður hafði Anderson verið mjög herskár í garð Jones og gengið fram með miklu offorsi í von um að fá titilbardaga. Eitthvað verður Anderson að bíða lengur upp úr þessu.

Sama hver næsti andstæðingur Jones verður virðist kappinn vera að gíra sig upp í næstu áskorun og virðist hann einnig gera sér grein fyrir þeim kröfum sem aðdáendur og áhorfendur setja á hann. Jones hefur ekki náð að stöðva andstæðing sinn síðan hann mætti Alexander Gustafsson í lok árs 2018.

Jones segist vel gera sér grein fyrir því að viðmiðin eru ekki þau sömu þegar kemur að honum sem bardagamanni en kveðst hann hlífa sér hvergi og reyni ávallt að hafa hlutina áhugaverða og spennandi.

Þar sem frammistaða hans undanfarið í léttþungavigtinni hefur ekki alltaf verið tekið með standandi lófataki ýjaði léttþungavigtarmeistarinn að því að hugsanlega væri ákjósanlegast að flytja sig upp í þungavigtina. Áður en að því verður lýsti Jones yfir áhuga sínum að taka kynningarbardaga í 220 punda hentivigt í millitíðinni.

Jones hélt svo áfram í gær á meðan bardagakvöldið í Jacksonville stóð yfir. Anthony Smith hefur talað mikið um að vinna sig aftur upp í bardaga gegn Jon Jones og að fór ekki framhjá Jones. Jones skaut á Smith á meðan bardaga hans gegn Glover Teixeira stóð.

Fyrr á árinu var brotist inn til Anthony Smith og slóst Smith við innbrotsþjófinn þar til lögreglan kom á staðinn. Jones skaut á Smith í gær og vísaði í innbrotið en eyddi færslunni síðar.

Teixeira sigraði nokkuð óvænt en Teixeira kláraði Smith í 5. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular