Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPabbi Khabib alvarlega veikur

Pabbi Khabib alvarlega veikur

Abdulmanap Nurmagomedov, pabbi Khabib Nurmagomedov, er með lungnabólgu og er haldið sofandi á spítala. Abdulmanap spilar stóra rullu í bardagaferli sonarins.

Dana White, forseti UFC, sendi hlý orð til Abdulmanap á samfélagsmiðlum í gær.

Nurmagomedov fjölskyldan hefur ekki sent frá sér neina tilkynningu en samkvæmt ríkismiðlinum RT er Abdulmanap í dái á spítala í Moskvu. Adbulmanap var fluttur þangað frá Dagestan með sjúkraflugi í síðustu viku og hefur ástand hans versnað.

Abdulmanap er afar virtur þjálfari en auk þess að þjálfa son sinn kemur hann að þjálfun fjölmargra bardagamanna í Dagestan. Abdulmanap sér um æfingar Khabib á meðan hann er í Rússlandi og tekur virkan þátt í taktík og leikáætlun fyrir bardaga Khabib ásamt þjálfurum hans í American Kickboxing Academy.

Conor McGregor, sem hefur nú oft farið yfir strikið á samfélagsmiðlum, sendi einnig hlýjar kveðjur til Abdulmanap.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular