0

Úrslit UFC Fight Night: Smith vs. Teixeira

UFC var með annað bardagakvöld í Jacksonville í Flórída í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Anthony Smith og Glover Teixeira.

Gamli maðurinn Glover Teixeira átti glæsilega frammistöðu þegar hann sigraði Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. Frammistaða hans var ein af hans bestu á löngum ferli. Smith byrjaði bardagann vel en Teixeira tók yfir þegar leið á bardagann og kláraði Smith með tæknilegu rothöggi í 5. lotu.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Glover Teixeira sigraði Anthony Smith með tæknilegu rothöggi eftir 1:04 í 5. lotu.
Þungavigt: Ben Rothwell sigraði Ovince Saint Preux eftir klofna dómaraákvörðun (28–29, 29–28, 29–28).
Léttvigt: Drew Dober sigraði Alexander Hernandez með tæknilegu rothöggi eftir 4:25 í 2. lotu.
Bantamvigt: Ricky Simon sigraði Ray Borg eftir klofna dómaraákvörðun (28–29, 29–28, 29–28).
Þungavigt: Andrei Arlovski sigraði Philipe Lins eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 29–28).
Léttvigt: Thiago Moisés sigraði Michael Johnson með uppgjafartaki (heel hook) eftir 25 sekúndur í 2. lotu.

Upphitunarbardagar:

Bantamvigt kvenna: Sijara Eubanks sigraði Sarah Moras eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Omar Antonio Morales Ferrer sigraði Gabriel Benítez eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Brian Kelleher sigraði Hunter Azure með rothöggi eftir 3:38 í 2. lotu.
Þungavigt: Chase Sherman sigraði Isaac Villanueva með tæknilegu rothöggi eftir 50 sekúndur í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.