0

Danny Roberts vill berjast við Gunnar

Englendingurinn Danny Roberts segist vilja berjast við Gunnar Nelson.

Danny Roberts (17-5) póstaði á Twitter í gær að hann vilji mæta Gunnari Nelson.

Roberts er 32 ára Englendingur sem hefur verið í UFC í tæp fimm ár. Roberts er 6-4 á ferli sínum í UFC og átti að berjast á UFC bardagakvöldinu í London í mars gegn Nicolas Dalby áður en bardagakvöldið féll niður vegna kórónaveirunnar.

Roberts er búsettur í Miami í Flórída og æfir hjá Henry Hooft eins og síðasti andstæðingur Gunnars, Gilbert Burns.

Gunnar barðist síðast í september og vonast eftir bardaga á árinu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.