Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUrijah Faber vigtaði sig óvænt inn

Urijah Faber vigtaði sig óvænt inn

Vigtunin fyrir UFC bardagakvöldið annað kvöld fór fram í dag. Urijah Faber var þar óvænt mættur og vigtaði sig inn.

Urijah Faber var mættur í vigtunina í dag til að aðstoða bardagamenn sína, Song Yadong og Darren Elkins. Faber steig þó óvænt á vigtina og var kynntur sem varamaður.

Faber var 153,5 pund og var undir léttvigtarmörkunum en enginn léttvigtarbardagi er á dagskrá. Faber var óvænt beðinn um að vera varamaður fyrir bardaga Marlon Vera og Song Yadong.

Song, sem kemur frá Kína, var í vandræðum með að fá vegabréfsáritun en þrátt fyrir að vera kominn til Bandaríkjanna voru efasemdir um hvort Song mætti berjast. Ef svo færi myndi Faber koma í hans stað og mæta Marlon Vera í léttvigt.

Miðað við færslu Faber á Instagram virðist bardagi Song og Vera enn vera á dagskrá. Faber þarf því varla að stíga inn á morgun en segist vera tilbúinn ef þess þarf.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular