spot_img
Tuesday, January 7, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones vill $30m og UFC eru tilbúnir að greiða

Jon Jones vill $30m og UFC eru tilbúnir að greiða

Mikið hefur verið rætt um næstu og mögulega síðustu skref Jon Jones á ferlinum eftir að hann sneri tilbaka í nóvember sl. og átti sannfærandi frammistöðu gegn Stipe Miocic sem hann kláraði í 3. lotu í sinni fyrstu þungavigtartitilvörn á UFC 309.

Það er nokkuð ljóst að bardaginn sem allir vilja sjá er Jon Jones vs. Tom Aspinall.
Jon Jones hefur mikið verið sakaður um að skorast undan þeirri áskorun en það er alltaf meira og meira að bætast við sem bendir til þess að bardaginn gæti átt sér stað. Dana White hefur gottsem staðfest að þeir muni mætast þegar hann hefur verið spurður á blaðamannafundum og nú síðast var Joe Rogan að tala um orðróma sem hann hefur heyrt í hlaðvarpsþætti sínum.

Joe Rogan var spurður um framtíð Jon Jones og svaraði því að Aspinall væri líklega næstur. Hann sagði að Jon Jones vildi 30 milljónir dollara og UFC væri tilbúnir að verða að ósk hans.

Jon Jones er af mörgum talinn besti bardagamaður allra tíma og það er ekki spurning að hann er besti léttþungavigtarbardagamaður UFC. Jones sigraði Mauricio Rua fyrir léttþungavigtarbeltið árið 2011 í sínum 8. UFC bardaga. Hann vann svo 15 titilbardaga í röð í þyngdarflokknum og hefur núna unnið þungavigtarbeltið og varið það einu sinni. Tom Aspinall er án efa mest spennandi þungavigtarbardagamaður sem við höfum séð síðan Francis Ngannou og yrði hann líklega lang erfiðasta verkefni Jones til þessa ef þeir skyldu mætast. Jon Jones gæti með sigri bætt all hressilega við goðsögn sína og styrkt stöðu sína í umræðunni um hver er besti bardagamaður allra tíma.

Joe Rogan og gestir ræða Jon Jones eftir 02.31.45 í myndbandinu að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið