spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJon Jones vill mæta Cain Velasquez á næsta ári

Jon Jones vill mæta Cain Velasquez á næsta ári

jon cain

Jon Jones, UFC meistarinn í létt þungavigt, segist vilja mæta Cain Velasquez í sannkölluðum ofurbardaga á næsta ári. Velasquez, sem er þungavigtarmeistarinn í UFC, sigraði síðast Junior Dos Santos með miklum yfirburðum í október síðastliðinn. Bardagi milli meistara í mismunandi þyngdarflokkum yrði svo sannarlega ofurbardagi sem margir vildu sjá. Jon Jones hefur lengi talað um að hann þurfi að fara upp í þungavigt einn daginn og gæti það gerst á næsta ári.

Báðir meistararnir eiga þó verðuga andstæðinga næst í sínum þyngdarflokkum en Jon Jones mætir Glover Teixeira næst á meðan Cain Velasquez mætir Fabricio Werdum á næsta ári. Þrátt fyrir að Velasquez og Jones séu í sitt hvorum þyngdarflokknum er ekki svo mikill stærðarmunur á þeim. Jones er 193 cm á hæð en Velasquez 185 cm. Það verður þó að taka með í reikninginn að Jones er mun grennri en hann hefur talað um að bæta á sig meiri vöðvamassa þegar hann færi í þungavigtina. Þessi bardagi gæti orðið frábær skemmtun og verður áhugavert að sjá hvenær, og hvort, þessi bardagi muni eiga sér stað.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular