1

Jon Jones vill mæta Cain Velasquez á næsta ári

jon cain

Jon Jones, UFC meistarinn í létt þungavigt, segist vilja mæta Cain Velasquez í sannkölluðum ofurbardaga á næsta ári. Velasquez, sem er þungavigtarmeistarinn í UFC, sigraði síðast Junior Dos Santos með miklum yfirburðum í október síðastliðinn. Bardagi milli meistara í mismunandi þyngdarflokkum yrði svo sannarlega ofurbardagi sem margir vildu sjá. Jon Jones hefur lengi talað um að hann þurfi að fara upp í þungavigt einn daginn og gæti það gerst á næsta ári.

Báðir meistararnir eiga þó verðuga andstæðinga næst í sínum þyngdarflokkum en Jon Jones mætir Glover Teixeira næst á meðan Cain Velasquez mætir Fabricio Werdum á næsta ári. Þrátt fyrir að Velasquez og Jones séu í sitt hvorum þyngdarflokknum er ekki svo mikill stærðarmunur á þeim. Jones er 193 cm á hæð en Velasquez 185 cm. Það verður þó að taka með í reikninginn að Jones er mun grennri en hann hefur talað um að bæta á sig meiri vöðvamassa þegar hann færi í þungavigtina. Þessi bardagi gæti orðið frábær skemmtun og verður áhugavert að sjá hvenær, og hvort, þessi bardagi muni eiga sér stað.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.