spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Jones vill vinna með Daniel Cormier

Jon Jones vill vinna með Daniel Cormier

Jon Jones vill vinna með Daniel Cormier og leggja ríginn á milli þeirra niður. Cormier var stór partur af lífi Jones í langan tíma og vill hann geta átt í góðum samskiptum við hann í dag.

Jon Jones sigraði Daniel Cormeir á UFC 214 á dögunum. Hann varð þar með aftur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hafa verið sviptur beltinu tveimur árum áður. Rígur hans og Daniel Cormier er einhver sá áhugaverðasti sem sést hefur í UFC. Þeir gjörsamlega þoldu ekki hvorn annan og minnkaði rígurinn ekkert eftir fyrri bardaga þeirra.

Núna þegar Jones hefur sigrað Cormier tvisvar virðist rígnum vera lokið. „Ég ekki talað við hann síðan við börðumst. Ég ímynda mér að honum líki ekkert sérstaklega vel við mig innst inni. Þessi bardagi hafði svo mikla þýðingu fyrir hann, þetta var lífsverk hans og aðdáendur eru miskunnarlausir. Þeir setja allt undir þennan eina bardaga, allan hans feril. Þeir segja að hann hafi aldrei verið alvöru meistari af því hann gat ekki unnið þann besta. Það hlýtur að vera erfitt fyrir hann að hlusta á það og það hefur verið gert grín að honum fyrir að gráta og svona þannig að ég er viss um að hann hafi sárar minningar þegar kemur að mér,“ sagði Jon Jones við Sports Illustrated.

Daniel Cormier er aðeins með tvö töp á MMA ferlinum en bæði töpin komu gegn Jon Jones. Ekki er vitað hver næstu skref Cormier verða en ólíklegt er að þriðji bardaginn muni fara fram.

„Ég myndi elska það að við gætum bara virt hvorn annan, unnið saman, ég gæti mætt á góðgerðarviðburði hans í framtíðinni og hann gæti gert það sama fyrir mig. Ég myndi elska það og eiga opin samskipti við hann. Við höfum verið partur af lífi hvors annars undanfarin tvö ár, hann er sá eini sem ég hef talað um síðustu tvö ár og sama með hann. Mér finnst ég tengjast honum að eilífu, það væri indælt að geta hringt í hann og heyrt í honum hér og þar.“

Jones talaði einnig um viðtalið umdeilda sem Joe Rogan tók við Cormier í búrinu strax eftir bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular