spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJones og Gustafsson fengu báðir að minnsta kosti 500 þúsund dollara

Jones og Gustafsson fengu báðir að minnsta kosti 500 þúsund dollara

Jon Jones sigraði Alexander Gustafsson á UFC 232 í nótt. Jones og Gustafsson fengu báðir ágætis upphæð fyrir bardagann.

Íþróttasamband Kaliforníu hafði yfirumsjón með regluverkinu í kringum bardagakvöldið og gefur upp laun bardagamanna á kvöldinu. Aðeins eru þetta þó uppgefin laun en inn í þessum tölum eru ekki tekjur af Pay Per View sölunni. Jones, Gustafsson, Cyborg og Nunes fá sennilega öll hluta af Pay Per View sölunni og er það stærsti hlutinn af launum stjarnanna.

Þeir Jones, Cris ‘Cyborg’ Justino og Gustafsson fengu öll tæpar 60 milljónir dollara (500.000 dollarar) fyrir sína bardaga. Amanda Nunes fékk rúmar 40 milljónir íslenskra króna (350.000 dollarar) en aðrir bardagamenn fengu minna. Nunes fékk svo 50.000 dollara (5,8 milljónir ISK) frammistöðubónus

Alexander Volkanovski og Chad Mendes fengu 50.000 dollara bónus hvor fyrir besta bardaga kvöldsins og þá fékk Ryan Hall einnig 50.000 dollara frammistöðubónus fyrir sigur hans á B.J. Penn.

Öll önnur laun bardagamanna má sjá hjá MMA Junkie.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular