spot_img
Thursday, January 2, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJordan Mein hættir 25 ára að aldri

Jordan Mein hættir 25 ára að aldri

MeinTveir bardagamenn á besta aldri hafa lagt hanskana á hilluna á einni viku. Hinn 25 ára Jordan Mein tilkynnti í gær að hann væri hættur.

Á sunnudagskvöldið ákvað hinn 26 ára Frankie Perez að leggja hanskana á hilluna eftir stærsta sigur ferils síns. Í gærkvöldi tilkynnti Jordan Mein að hann væri einnig hættur. Dæmin eru þó varla samanburðarhæf þar sem Mein hafði talsvert fleiri bardaga.

Jordan Mein tók sinn fyrsta atvinnumannabardaga 16 ára gamall. Þá mætti hann öðrum 16 ára bardagamanni, Rory MacDonald, og tapaði eftir hengingu. Mein barðist átta bardaga á fyrsta ári sínu sem atvinnumaður í MMA. Hann lýkur ferlinum með 39 bardaga að baki, 29 sigra og tíu töp.

Það er ótrúlegur fjöldi af bardögum fyrir svo ungan mann. Frankie Perez var aðeins með 12 bardaga að baki og var ferillinn rétt að komast á flug þegar hann hætti.

Mein þótti lengi mjög efnilegur en náði kannski ekki þeim hæðum sem búist var við honum. Margir spáðu því að hann og Rory MacDonald myndu verða við toppinn í veltivigtinni lengi en líklegast hefur Mein tekið of marga bardaga of snemma og því ekki náð sömu hæðum og búist var við.

Mein er þó mjög sáttur við ákvörðun sína: „Ég er mjög ánægður með allt sem ég hef gert í sportinu og hvernig ferillinn þróaðist. Ég hef enga eftirsjá og fannst ég ná mínum markmiðum. Ég er sáttur með ákvörðunina og sjálfan mig. Ég mun ekki fara á æfingu og hugsa ‘ég tók ranga ákvörðun’. Ég er sáttur við ferilinn minn. Aðstæður væri kannski öðruvísi ef einhver hefði neytt mig til að hætta,“ segir Mein.

Mein mun áfram vera viðloðinn íþróttina og einbeita sér að þjálfun. Hann elskar bardagaíþróttir og mun sennilega kenna bardagaíþróttir allt sitt líf.

Þess má geta að 48 ára pabbi hans, Lee Mein, berst sinn 20. bardaga nú um helgina.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular