UFC 249 er nú í uppnámi eftir að Khabib Nurmagomedov greindi frá því að hann væri fastur í Rússlandi. Tony Ferguson er því án andstæðings en margir hafa rétt fram hjálparhönd.
Þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson áttu að mætast um léttvigtartitilinn en þetta er í fimmta sinn sem UFC reynir að setja bardagann saman en aldrei hafa þeir barist. Nú lítur út fyrir að bardaginn sé að falla niður enn einu sinni þar sem Khabib er fastur í Rússlandi og er búið að loka landamærunum.
Talið er að UFC sé að reyna að fá Justin Gaethje til að mæta Tony Ferguson með minna en þriggja vikna fyrirvara. Gaethje hefur unnið þrjá bardaga í röð og sigraði síðast Donald Cerrone í september í fyrra. Bardaginn væri líklegast upp á bráðabirgðarbeltið í léttvigtinni.
Jorge Masvidal bauð sig fram og sagðist vera laus 18. apríl.
April 18 I’m free #theresurrection
— Jorge Masvidal UFC (@GamebredFighter) March 30, 2020
Dustin Poirier hefur einnig boðist til að berjast við Tony Ferguson. Poirier hafði strax samband við UFC þegar hann frétti að Khabib væri fastur í Rússlandi.
I'll fight pic.twitter.com/DKpqclZZMr
— The Diamond (@DustinPoirier) March 30, 2020
Gilbert Burns hefur enn einu sinni rétt fram hjálparhönd en ólíklegt er að hann fái kallið þar sem hann berst í veltivigt þessa dagana. Hann barðist áður í léttvigt en niðurskurðurinn var ekki auðveldur.
April 18 if u need a guy call my number I’m in Against anyone @danawhite @seanshelby @AliAbdelaziz00 @ufc pic.twitter.com/tMtX5desiY
— GILBERT BURNS DURINHO (@GilbertDurinho) March 30, 2020
Þeir Colby Covington og Tyron Woodley sögðust báðir vera til í að mæta hvor öðrum ef UFC skildi vilja nýjan aðalbardaga. Covington og Woodley eiga sér langa sögu saman eftir að hafa verið æfingafélagar og á rígurinn á milli þeirra sér rúmlega tveggja ára sögu.
The offer still stands @ufc. I’ll go full Teddy Roosevelt & beat the breaks off @TWooodley live from The @WhiteHouse lawn! Save sports and make it free on @ESPN for the people! Im in such a giving mood I’ll even arrange a tour of the oval office for Tyrone, since Obama never did.
— Colby Covington (@ColbyCovMMA) March 30, 2020
@ufc Me vs Qweefington April 18th unless Tony wanna roll back up to his Ultimate Fighter weight for the bag. WW bout won't take no cheese out his LW macaroni.
— Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) March 30, 2020
Covington bauðst til að berjast við Woodley fyrr í mars þegar ljóst var að Leon Edwards gæti ekki barist. Ekkert varð af bardagakvöldinu og nú er spurning hvort UFC takist að setja þá saman með tæplega þriggja vikna fyrirvara.
Enn er ekki vitað hvar UFC 249 verður en bardagakvöldið á að fara fram þann 18. apríl.