spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJorge Masvidal, Colby Covington, Tyron Woodley og fleiri bjóðast til að berjast...

Jorge Masvidal, Colby Covington, Tyron Woodley og fleiri bjóðast til að berjast á UFC 249

UFC 249 er nú í uppnámi eftir að Khabib Nurmagomedov greindi frá því að hann væri fastur í Rússlandi. Tony Ferguson er því án andstæðings en margir hafa rétt fram hjálparhönd.

Þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson áttu að mætast um léttvigtartitilinn en þetta er í fimmta sinn sem UFC reynir að setja bardagann saman en aldrei hafa þeir barist. Nú lítur út fyrir að bardaginn sé að falla niður enn einu sinni þar sem Khabib er fastur í Rússlandi og er búið að loka landamærunum.

Talið er að UFC sé að reyna að fá Justin Gaethje til að mæta Tony Ferguson með minna en þriggja vikna fyrirvara. Gaethje hefur unnið þrjá bardaga í röð og sigraði síðast Donald Cerrone í september í fyrra. Bardaginn væri líklegast upp á bráðabirgðarbeltið í léttvigtinni.

Jorge Masvidal bauð sig fram og sagðist vera laus 18. apríl.

Dustin Poirier hefur einnig boðist til að berjast við Tony Ferguson. Poirier hafði strax samband við UFC þegar hann frétti að Khabib væri fastur í Rússlandi.

Gilbert Burns hefur enn einu sinni rétt fram hjálparhönd en ólíklegt er að hann fái kallið þar sem hann berst í veltivigt þessa dagana. Hann barðist áður í léttvigt en niðurskurðurinn var ekki auðveldur.

Þeir Colby Covington og Tyron Woodley sögðust báðir vera til í að mæta hvor öðrum ef UFC skildi vilja nýjan aðalbardaga. Covington og Woodley eiga sér langa sögu saman eftir að hafa verið æfingafélagar og á rígurinn á milli þeirra sér rúmlega tveggja ára sögu.

Covington bauðst til að berjast við Woodley fyrr í mars þegar ljóst var að Leon Edwards gæti ekki barist. Ekkert varð af bardagakvöldinu og nú er spurning hvort UFC takist að setja þá saman með tæplega þriggja vikna fyrirvara.

Enn er ekki vitað hvar UFC 249 verður en bardagakvöldið á að fara fram þann 18. apríl.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular