Jorge Masvidal kemur inn með sex daga fyrirvara og mætir Kamaru Usman um næstu helgi. UFC hefur staðfest bardagann en bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 251.
Kamaru Usman átti upphaflega að mæta Gilbert Burns um veltivigtartitilinn. Burns greindist hins vegar með kórónaveiruna á föstudaginn og þurfti að draga sig úr bardaganum.
Inn kemur Jorge Masvidal með skömmum fyrirvara. Samningar hafa náðst á milli Masvidal og UFC en Masvidal var harðorður í garð UFC fyrr á árinu vegna launanna í UFC. Masvidal á enn eftir að fara í skimun fyrir kórónaveirunni en svo lengi sem sú skimun reynist neikvæð er bardaginn staðfestur.
UFC hefur þegar byrjað að kynna bardagann.
👊🏻👊🏻 pic.twitter.com/u83Thd20CJ
— danawhite (@danawhite) July 5, 2020
There's a reason they call him the 𝐁𝐌𝐅. 🏆 pic.twitter.com/5iSoSZtV4f
— UFC (@ufc) July 5, 2020
Kamaru Usman and Jorge Masvidal have agreed to headline #UFC251 on Saturday, July 11th 🤯
— UFC on BT Sport (@btsportufc) July 5, 2020
The BMF steps up on six days notice to face the UFC welterweight champion!
This sport is craaaaazy 🙌 pic.twitter.com/9Lt8Ce0e1O
UFC 251 fer fram á Yas Island í Abu Dhabi en þeir Usman og Masvidal munu fljúga til Abu Dhabi á morgun.