spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJorge Masvidal mætir Kamaru Usman

Jorge Masvidal mætir Kamaru Usman

Jorge Masvidal kemur inn með sex daga fyrirvara og mætir Kamaru Usman um næstu helgi. UFC hefur staðfest bardagann en bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 251.

Kamaru Usman átti upphaflega að mæta Gilbert Burns um veltivigtartitilinn. Burns greindist hins vegar með kórónaveiruna á föstudaginn og þurfti að draga sig úr bardaganum.

Inn kemur Jorge Masvidal með skömmum fyrirvara. Samningar hafa náðst á milli Masvidal og UFC en Masvidal var harðorður í garð UFC fyrr á árinu vegna launanna í UFC. Masvidal á enn eftir að fara í skimun fyrir kórónaveirunni en svo lengi sem sú skimun reynist neikvæð er bardaginn staðfestur.

UFC hefur þegar byrjað að kynna bardagann.

UFC 251 fer fram á Yas Island í Abu Dhabi en þeir Usman og Masvidal munu fljúga til Abu Dhabi á morgun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular