0

Jorge Masvidal mætir Kamaru Usman

Jorge Masvidal kemur inn með sex daga fyrirvara og mætir Kamaru Usman um næstu helgi. UFC hefur staðfest bardagann en bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 251.

Kamaru Usman átti upphaflega að mæta Gilbert Burns um veltivigtartitilinn. Burns greindist hins vegar með kórónaveiruna á föstudaginn og þurfti að draga sig úr bardaganum.

Inn kemur Jorge Masvidal með skömmum fyrirvara. Samningar hafa náðst á milli Masvidal og UFC en Masvidal var harðorður í garð UFC fyrr á árinu vegna launanna í UFC. Masvidal á enn eftir að fara í skimun fyrir kórónaveirunni en svo lengi sem sú skimun reynist neikvæð er bardaginn staðfestur.

UFC hefur þegar byrjað að kynna bardagann.

UFC 251 fer fram á Yas Island í Abu Dhabi en þeir Usman og Masvidal munu fljúga til Abu Dhabi á morgun.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.