0

Jorge Masvidal: Tapið gegn Maia svíður eins og kynsjúkdómur

Jorge Masvidal segir að tapið gegn Demian Maia hafi verið það erfiðasta á ferlinum. Masvidal lýkir tapinu við kynsjúkdóm.

Jorge Masvidal mætti Demian Maia á UFC 211. Fram að bardaganum hafði Masvidal unnið þrjá bardaga í röð og kominn nálægt titilbardaga. Masvidal þurfti þó að sætta sig við tap eftir klofna dómaraákvörðun en þetta var fjórða tap hans í röð eftir klofna dómaraákvörðun.

„Tap er alltaf tap en þetta tap er skrítið þar sem það særir mig. Þetta truflar mig. Hin töpin trufla mig ekkert, fyrir utan að hafa orðið af tekjum. Ef mér er haldið niðri í tíu sekúndur á æfingu verð ég snarvitlaus og hugsa sífellt um það eftir æfinguna. Þessi gæji hélt mér mun lengur en tíu sekúndur og ég þarf að laga þau göt hjá mér,“ sagði Masvidal í The MMA Hour í gær.

„Þetta tap angrar mig mest af öllum töpunum á ferlinum. Í hinum töpunum gat ég sagt ‘skítt með dómarana’ en þetta var meira persónulegt. Það hefur enginn náð að halda mér niðri lengur en tíu sekúndur allan minn feril þannig að þetta truflar mig mun meira en önnur töp.“

Masvidal hrósaði Maia og sagði hann vera mun betri en hann bjóst við. „Styrkurinn hans kom mér á óvart. Hann er pottþétt sterkasti andstæðingur sem ég hef mætt og half-guardið hans er ólíkt öllu því sem ég hef séð. Ég hef æft með margföldum heimsmeisturum og ADCC meisturum en half-guardið hans er einstakt.“

„Mér leið óþægilega allan tímann á meðan ég var þar en það er nokkuð sem ég hef ekki upplifað áður. Og þá er ég ekki bara að tala um MMA, ég er að tala um gegn glímumönnum, menn sem eru með sama bakgrunn og hann sem ég æfi reglulega með. Þetta er einstakt og mjög vel sniðið að MMA. Hann sækir mikið og er aggressívur. Þannig að þetta var í raun skemmtilegt, ég lærði nokkra hluti sem ég gæti nýtt mér sjálfur.“

Masvidal er ekki ósammála dómaraákvörðunni þó margir af hans aðdáendum hafi verið það. Masvidal veit að hann gerði meira skaða en Maia stjórnaði honum betur og lengur. Það er stór hluti af leiknum enda bjóst hann ekki við að Maia myndi allt í einu vilja standa með honum.

„Ég bað um þennan bardaga. Af því að þetta var erfiðasti bardaginn í boði, rétt eins og Cowboy [Cerrone] var erfiðasti bardaginn á þeim tíma. Það gekk ekki eftir í þetta sinn en ég get ekki beðið eftir að gera þetta aftur. Ég og Maia verðum að gera þetta aftur, þetta var svo jafnt.

Masvidal vill snúa aftur í búrið sem fyrst og hefur áhuga á að mæta Stephen Thompson og Neil Magny. Hann viðurkennir þó að það sé einstaklega sárt að vera kominn svona nálægt titilbardaga en þurfa svo að fara aftar í röðina.

„Þetta svíður. Þetta svíður eins og f**king kynsjúkdómur. Í hvert sinn sem ég fer að pissa svíður mig. Og ég er ekki að tala um kynsjúkdóm, ég er að tala um lífið þar sem ég hata að tapa.“

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.