spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJose Aldo ásakar McGregor um steranotkun

Jose Aldo ásakar McGregor um steranotkun

conor aldoEinn athyglisverðasti bardagi ársins er á milli fjaðurvigtarmeistara UFC, Jose Aldo, og áskorandans Conor McGregor. Þeir hafa skotið föstum skotum á hvorn annan og hefur Aldo nú ásakað Írann um steranotkun.

Conor McGregor lét hafa eftir sér nýlega að flest allir MMA bardagamenn frá Brasilíu taki stera og önnur ólögleg efni. Brasilíumaðurinn Aldo brást við með því að biðja UFC um strangara lyfjaeftirlit fyrir bardaga þeirra þann 11. júlí.

Jose Aldo fór þá leið að ásaka McGreogor um að vera á sterum. „Hann er sá sem er að taka ólögleg lyf. Það kemur engum á óvart að hann berjist í þessum þyngdarflokki. Þeir eru ekki einu sinni með neinar reglur um þetta í hans landi. Ég ætla að biðja um að það sé sannreynt vikulega að Conor sé ekki að nota ólögleg lyf og sama gildir um mig,“ segir Aldo.

Athyglisvert verður að sjá hvort eitthvað verði úr þessum óskum Aldo og lyfjaeftirlitið verði strangara en UFC hefur nýlega sagt stríð á hendur ólöglegra lyfja í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular