spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJose Aldo: Erfitt að melta þetta

Jose Aldo: Erfitt að melta þetta

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Jose Aldo tapaði fjaðurvigtarbeltinu sínu eftir tap gegn Conor McGregor á UFC 194. Aldo segir að erfitt sé að melta tapið.

„Það er enn of erfitt að melta þetta. Við æfðum vel, gerðum allt rétt en úrslitin voru ekki okkur í hag. Það mun taka tíma að melta þetta en það er hluti af þessari íþrótt. Þetta er íþrótt og við þurfum að meðtaka þetta og sætta okkur við úrslitin,“ sagði Aldo í samtal við brasilíska vefinn Combate í gær.

Aldo hefur horft aftur á bardagann og man hvað hann hugsaði er hann sótti að McGregor. „Þetta var ekki einu sinni bardagi. Bara 13 sekúndur. Ég man þegar ég kom inn og reyndi að kýla en það er erfitt að segja hvort þetta hafi verið mín mistök eða hans kænska. Ég tók snögga ákvörðun og honum tókst að hitta með góðu höggi þegar ég reyndi fléttu.“

Eftir níu titilvarnir í WEC og UFC ætti Aldo að fá annað tækifæri gegn McGregor að hans mati. Aldo ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagnn. „Við ræddum við Dana White en ég held að það sé of snemmt að tala [um næsta bardaga]. Ég vil fá annan titilbardaga og mér finnst ég eiga rétt á því. Ferillinn talar sínu máli.

„Þetta var ekki minn tími í þetta sinn en við munum koma til baka sigursælir. Þetta er íþrótt og við þurfum að sætta okkur við þetta. Þetta gerir okkur sterkari, mun sterkari. Þið getið verið viss um að við komum til baka, sterkari og sem betri meistari.

Jose Aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular