Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentJose Aldo líka meiddur?

Jose Aldo líka meiddur?

aldo-mcgregor-posterUFC 189 er að breytast í stórslys. Fyrir skömmu bárust þær fréttir að John Hathaway væri meiddur og berst ekki gegn Gunnari Nelson á UFC 189. Nú segir sagan að Aldo hafi brákað rifbein og muni ekki keppa á UFC 189!

Engar staðfestar fréttir hafa borist frá UFC en Ana Hissa, blaðamaður í Brasilíu, heldur þessu fram. Meiðslin eiga að hafa átt sér stað á æfingu í morgun, þriðjudag.

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir UFC ef satt reynist. Jose Aldo og Conor McGregor eiga að mætast um fjaðurvigtartitilinn þann 11. júlí.

Við ítrekum, þetta er aðeins orðrómur og hefur UFC ekki staðfest neitt varðandi meiðslin.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular