Justin Scoggins átti að mæta Ian McCall á morgun á UFC 201. Í gærkvöldi var það hins vegar staðfest að Scoggins getur ekki keppt þar sem hann átti í töluverðu basli með niðurskurðinn.
Bardaginn átti að fara fram í 125 punda fluguvigtinni en Scoggins hætti að reyna að skera niður þegar hann var 132 pund. Ian McCall mun ekki fá nýjan andstæðing í staðinn. Scoggins ætlar að fara upp í bantamvigt enda virðist hann ekki geta skorið lengur niður.
Þetta eru mikil vonbrigði enda hefði bardaginn eflaust orðið frábær skemmtun. Bardaginn átti að vera fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins en nú er viðureign Fredy Serrano og Ryan Benoit fyrsti bardaginn á aðalhlutanum.
Ian McCall hefur ekkert barist síðan í janúar 2015 og því eru þetta mikil vonbrigði fyrir hann. Hér að neðan má sjá viðbrögð beggja við fréttunum.
Enn eitt dæmið um þetta rugl weight cut dæmi hjá MMA keppendum. Reyniði bara að keppa í ykkar vigt!