spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKalifornía aflýsir öllum bardagakvöldum í maí

Kalifornía aflýsir öllum bardagakvöldum í maí

Íþróttasambandið í Kaliforníu hefur aflýst öllum bardagakvöldum sem áttu að vera á dagskrá í maí. UFC og Bellator voru bæði með bardagakvöld á dagskrá í Kaliforníu í maí.

Íþróttasambandið í Kaliforníu (CSAC) tilkynnti þetta í gær. Vegna kórónaveirunnar ríkja samkomubönn víða og er erfitt að halda viðburði á meðan á heimsfaraldrinum stendur.

UFC ætlaði að vera með bardagakvöld í San Diego þann 16. maí þar sem þeir Dustin Poirier og Dan Hooker áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins. UFC mun líklegast reyna að finna nýjan stað fyrir bardagann. Á mánudaginn tilkynnti Bellator að þeir myndu hætta við öll þrjú bardagakvöldin sín í maí en tvö þeirra áttu að vera í Kaliforníu.

Næstu bardagakvöld UFC eru öll í óvissu þrátt fyrir að Dana White, forseti UFC, hafi sagt að þau séu öll á dagskrá. Nú þegar tvær vikur eru í UFC 249 er ekki enn vitað hvar bardagakvöldið á að fara fram. Næstu bardagakvöld í Nebraska, Oklahoma og Sao Paulo í Brasilíu í apríl og maí eru einnig í óvissu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular