spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKelvin Gastelum mætir Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í apríl

Kelvin Gastelum mætir Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í apríl

Það verður bráðabirgðartitilbardagi í millivigt á dagskrá í apríl. Þeir Israel Adesanya og Kelvin Gastelum mætast á UFC 236 þann 13. apríl en nokkrir fjölmiðlar greina frá.

Millivigtarmeistarinn Robert Whittaker átti að verja titilinn sinn gegn Kelvin Gastelum fyrr í febrúar. Nokkrum klukkustundum fyrir bardagann var Whittaker ófær um að berjast þar sem hann var með slæmt kviðslit. Whittaker fór umsvifalaust í aðgerð og má ekki byrja að æfa létt fyrr en eftir 6-8 vikur. UFC hefur því ákveðið að henda upp bráðabirgðartitilbardaga á meðan meistarinn er fjarverandi.

Kelvin Gastelum fékk titilbardagann gegn Whittaker eftir tvo sigra gegn Michael Bisping og Ronaldo ‘Jacare’ Souza. Israel Adesanay er 5-0 síðan hann samdi við UFC og sigraði Anderson Silva í aðalbardaga kvöldsins á UFC 234 fyrr í mánuðinum. Adesanya var búinn að tala um að taka sér smá pásu eftir bardagann enda hefur hann tekið alla fimm bardaga sína í UFC á aðeins 12 mánuðum.

Þetta er fyrsti bardaginn sem tilkynntur er á bardagakvöldið en enn á eftir að staðfesta hvar bardagakvöldið fer fram.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular