spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKeppnislið Mjölnis með frábæra frammistöðu í Doncaster

Keppnislið Mjölnis með frábæra frammistöðu í Doncaster

Frábært bardagakvöld fór fram í Doncaster í gærkvöldi þar sem þrír Mjölnismenn börðust. Frammistaða þeirra var frábær og geta þeir vel við unað eftir helgina.

Mynd af Facebook síðu Mjölnis.
Mynd af Facebook síðu Mjölnis.

Fyrstur á vað af Íslendingunum var Magnús Ingi Ingvarsson. Magnús byrjaði bardagann sterkt og náði fljótt þungum lágspörkum í læri andstæðingsins, Tom Tynan. Magnús Ingi kom með vinstri krók sem hitti ekki alveg en Magnús rotaði síðustu tvo andstæðinga sína með vinstri króki. Magnús reyndi hringspark í hausinn sem Tynan varðist. Þar næst þóttist Magnús reyna lágspark en fór þess í stað í hausinn og smellhitti, svo kallað „question mark“ spark. Smellurinn glumdi í höllinni þegar Magnús hitti og Tynan féll kylliflatur á magann. Magnús Ingi sigrar eftir rothögg eftir 46 sekúndur í fyrstu lotu.

Magnús hefur sigrað alla MMA bardaga sína á þessu ári – alla með rothöggi í fyrstu lotu. Síðustu tveir bardagar hans hafa samanlagt verið 85 sekúndur – svo sannarlega frábært ár hjá Magnúsi.

Mynd af Facebook síðu Mjölnis.
Mynd af Facebook síðu Mjölnis.

Þórir Örn Sigurðsson mætti Matt Hodgson en þetta var fyrsti MMA bardagi Þóris. Þórir Örn vann 1. lotuna en bardaginn fór fram mest megnis upp við búrið. Þar náði Þórir inn mörgum hnéspörkum en einnig þungum krók í hausinn. Í 2. lotu var Þórir tekinn niður en varðist vel. Hodgson sigraði þá lotu og því var staðan 1-1 þegar í þriðju lotuna var komið.

Þriðja lotan var svipuð og sú fyrsta, fór að mestu fram upp við búrið þar sem Þórir stjórnaði ferðinni og náði inn góðum höggum. Þórir endaði lotuna á að taka Hodgson niður og náði bakinu. Þórir var í þann mund að læsa hengingunni þegar tíminn rann út en Þórir hefði sennilega klárað henginguna hefði hann fengið nokkrar sekúndur í viðbót. Flottur sigur hjá Þóri í hans fyrsta bardaga.

Mynd af Facebook síðu Mjölnis.
Mynd af Facebook síðu Mjölnis.

Bjarki Ómarsson var síðastur af Íslendingunum en hann mætti Sam Wilkinson í fjaðurvigtarslag. Í 1. lotunni byrjaði Bjarki betur í standandi viðureign og lét höggin dynja á honum. Hann notaði allt vopnabúrið sitt, hringspörk, snúningsspörk og krókspörk auk þess notaði hann hendurnar vel. Wilkinson „clinchaði“ við Bjarka þar sem hann var sterkur og náði Bjarka niður. Bjarki náði að standa upp og náði sjálfur fellu áður en fyrsta lotan var úti. Bjarki sigraði þá lotu.

Í 2. lotu náði Wilkinson þungu sparki í skrokkinn á Bjarka sem tók vindinn örlítið úr okkar manni. Wilkinson náði Bjarka niður en Bjarki varðist vel í gólfinu. Wilkinson sigraði þá lotu og því allt undir fyrir síðustu lotuna.

3. lota var gríðarlega jöfn. Bjarki náði „guillotine“ hengingu og var ekki langt frá því að klára henginguna. Wilkinson hafði engan áhuga á að standa gegn Bjarka og óttaðist sparkboxið hans. Wilkinson keyrði hann alltaf upp að búrinu þar sem hann var sterkur og þar náði hann fellu. Af bakinu sótti Bjarki mikið og var í tvígang nálægt því að ná „armbar“. Í lok lotunnar læsti Bjarki löppunum í „triangle“ hengingu og var nálægt því að klára henginguna en tíminn var því miður búinn. Æsispennandi bardagi en Sam Wilkinson tók 3. lotuna og sigraði eftir dómaraákvörðun.

Bardaginn var gríðarlega jafn en þetta var 10. sigur Wilkinson á ferlinum og er hann með aðeins eitt tap. Wilkinson þykir einn efnilegasti fjaðurvigtarmaður Englands og er með um 26 bardaga í sparkboxi, boxi og MMA. Frábær bardagi.

Frábær árangur hjá Keppnisliði Mjölnis og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular